Lúpínu í Bláfjöll
Bláfjöll eru ekkert nema urð og grjót. Slíkur jarðvegur heldur snjó mjög illa. Fyrir nokkrum árum hófst vinna við að mynda grasfleti á nokkrum stöðum í fjallinu með heyi úr bænum með aðstoð Vinnuskólanna í Reykjavík og Kópavogi. Hægt væri að flýta fyrir þessari þróun með því að sá lúpínu í fjallið. Með tímanum myndast jarðvegur sem heldur snjó mun betur en nú og verður vonandi til þess að hægt verði að opna skíðasvæðið fyrr á veturna og oftar.
Lúpína við Bláfjöll myndi auðveldlega dreyfa sér yfir vatnsverndarsvæði borgarinar og gera lífríkið þar einsleitara. Ef bæta þarf gróðri á svæðinu kemur fjalladrapi frekar til greina.
Sumum finnst lúpínan ekki falleg, en hún sést nú ekki á veturna þegar hún er bæði í dvala og þakin snjó. Lúpína hefur ótrúleg áhrif á landgræðslu og tel ég að hún myndi hafa gríðalega góð áhrif í Bláfjöllum.
Síðast þegar ég fór á skíðasvæðið í Bláfjöllum að sumri til var þar nákvæmlega enginn gróður. Ekkert nema grjót. Þess vegna kæmi skógarkerfill að litlum notum því þar er engin mold. Ekki nema þetta hafi eitthvað breyst.
En hvað með skógarkerfil ? Mér skilst að hann þurfi mjög kalkríkan jarðveg - ok, bætum kalki í moldina, það eyðist á 3-5 árum og þá fer jurtin að hopa. En er þá búin að undirbúa jarðveginn fyrir annan og æskilegri gróður. Eða er þetta alveg út í hött ?
Mér finnst landgræðsla ekki eiga rétt á sér hvar sem er á Íslandi. Bláfjöllin nýti ég árið um kring og vil ekki sjá neinn gróður sem er ekki þar nú þegar.
Við höfum misst stjórn á lúpínunni víða um land, óþarfi að hleypa henni í fögru hraunin umhverfis Bláfjöllin. Þar að auki væru Bláfjöllin ekki blá ef þau væru þakin illgresi.
Fyrir utan að þá væri auðveldara að halda snjó á svæðinu.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation