Lægri og fátíðari kirkjuklukkuhringingar. Ef ekki er hægt að leggja þær af væri mögulega hægt að skipta um kólfa í bjöllunum og setja starfsfólki kirkjunnar skorður um hvenær þeim skuli hringt.
Kirkjuklukkurnar í Háteigskirkju eru ákaflega háværar og valda miklu ónæði. Á sunnudagsmorgnum er þeim hringt þrisvar til fjórum sinnum milli kl. 10 og 11 og eru það háværar að fólki í nærliggjandi húsum er ekki stætt á því að hafa glugga opna vegna ónæðis. Þess fyrir utan er klukkunum hringt í tíma og ótíma um hátíðir og yfir sumartíma þegar brúðkaup eru algeng. Best færi á því að hætta þeim alfarið, a.m.k. á sunnudögum svo íbúar hverfisins fái notið morgnanna í næði með sínum nánustu.
Bara til að hafa það skráð og skrifað hringdu klukkurnar í morgun klukkan 7:40 og aftur kl 7:50 og glumdu um allt hverfið. Það er Páskadagur, rauður sunnudagur. Þetta getur ekki talist eðlilegt.
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk til kosningar í verkefninu Hverfið mitt 2018 þar sem verkefni hugmyndarinnar er ekki innan verkefna eða valdheimilda Reykjavíkurborgar eða ekki á borgarlandi. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.-30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi
Það er 2018, allir sem ætla í kirkju vita hvað klukkan er. Hætta þessu takk.
Mjög skrítið að það þurfi að hringja 3 sinnum fyrir messu alla sunnudaga.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation