Fleiri ruslatunnur við göngustíga fyrir hundafólk
Ég myndi vilja sjá fleiri ruslatunnur á göngustígum í grafarvoginum. Það ýtir undir hreinlæti og sérstaklega fyrir hundafólk. Er ekkert það skemmtilegasta að ganga um með kúk í poka kannski allann göngutúrinn. Er ótrúlega fáar tunnur sértstaklega við voginn þar sem er gríðarlega mikið af göngufólki og hundafólki.
ég er sammála þessu með ruslatunnur í Grafvarvoginum. Við göngum mikið meðfram sjónum og það eru ansi fáar tunnur á leiðinni meðfram Strandveginum og að golfvellinum Korpu. Og þetta á einnig við um fleiri gönguleiðir á svipuðum slóðum. Til að halda þrifnaði í lágmarki þarf að skoða þetta nánar
Ég væri til í að það væri til kort með staðsetningum á ruslatunnum, hef rekið mig á það hér í Grafarvogi að hafa rölt með hundapokann óþarflega langt einfaldlega því ég vissi ekki af tunnu handan við hornið.
Það eru of fáar ruslatunnur í Reykjavík. Ég á hund og hirði alltaf upp eftir hann, en ég enda oft með að þurfa að labba með ruslið alla leiðina heim því á vegi mínum verða fáar eða engar ruslatunnur. Og oft á tíðum eru þær annað hvort fullar eða búið að kýla botninn úr þeim. Vissulega get ég haldið á pokanum alla leiðina heim, en það er þó ekki sérlega smart og væri ég meira til í að geta hent þessu sem fyrst. Þessu er betur farið í mörgum öðrum sveitafélögum t.d. í Garðabæ og Borgarnesi.
1. Það væri, að mínu mati, góð hugmynd að staðsetja ruslatunnurnar við biðskýli SVR. Þá veit fólk hvar þær eru en ekki hér og þar. Eins vill falla til rusl þar sem fólk bíður. 2. Setkið lása á ruslatunnurnar. Einhverjir gera sér leik að því að sparka botninn úr tunnum. Komum í veg fyrir það.
Það virkar ekkert að bæta við fleirri tunnum ekkert frekar en það virkar ekki að bæta við fleirri ruslatunnum Þetta snýst um hugarfar. Það á að vera asnalegt að henda rusli en ekki asnalegt að týna það upp. Eins er það með hudaskítinn.
Flokkun hugmyndar breytt úr „Frístundir og útivist“ í „Umhverfismál“ eftir yfirferð starfsfólks fagsviðs.
Þetta er vandamál víðar en í Grafarvoginum. Í raun mætti víkka þessa hugmynd/kröfu út um allan bæ.
Mér finnst mjög slæmt hvað ruslafötum hefur fækkað sérstaklega í Laugardalnum. Frá því í fyrra hefur þeim fækkað á þessu svæði, minnsta kosti um 5 - 6. Í mínu göngutúra hverfi, Laugarnes og Laugarás hefur þeim fækkað, en hefði frekar átt að fjölga.
Í fyrsta lagi: Það tekur náttúrulega enginn skítinn upp öðruvísi en með poka, þess vegna er það almenn skynsemi að vera með skítapoka. En það þýðir ekki að það sé eitthvað betra að stinga skítapokanum í vasann, frekar ósmekklegt. Það er ekkert að því að gera fólki það auðveldara að vera snyrtilegt, ég get ekki séð að það sé erfitt eða dýrt að setja upp nokkrar ruslafötur.
Heyrði hundaeiganda lýsa yfir að hún notaði ALDREI!!! plastpoka utan um skít hundanna sinna. Hún er bara með litla plastskóflu alltaf með sér sem hún notar til að grafa holur í beðum og þá er bara kominn ókeypis áburður fyrir runna og beð. Meikar þetta eð sens í staðinn fyrir einn til 2 plast poka á hund? Hljómar einhvern veginn rétt og lítið mál. Hef prófað þessa aðferð á sjálfum mér...uppi á hálendi :)
Ég tel að það sé til mikilla bóta að bæta við tunnum. Ég átti hund og ég setti sambærilega hugmynd hér inn fyrir ári af því að ég labbaði langar leiðir með pokana. Að sjálfsögðu getur maður ekki bara sett poka fullan af skít í vasann eins og mælt var með í mótrökunum við þessa hugmynd, það er fráleitt að ætlast til þess! Ég tel það til mikilla bóta að bæta við ruslatunnum og það virki kvetjandi á þá sem hingað til hafa ekki tekið upp skítinn eftir hundana sína.
Á bensínstöðvum eru oft litlir kassar við dælurnar með einnota hönskum, væri ekki hægt að nota sömu hugmynd og hafa þá lítil box við ruslatunnur með pokum fyrir hundaskít, hafa þannig nóg af ruslatunnum OG nóg af pokum því þeir geta jú gleymst líka :)
Þetta hvetur hundaeigendur frekar til að taka upp skítinn eftir hundana sína þannig að allir græða. Hundaeigendur þurfa ekki að ganga um með kúkapoka í hálftíma og aðrir vegfarendur fá hreinni göngustíga og gangstéttir.
Það virkar ekki að setja upp fleirri tunnur fyrir hundaskít ekkert frekar en það virkar ekki að setja upp fleirri ruslatunnur. Þetta snýst bara um hugarfar. Ef þú ert með rusl settu það í vasann, ef þú ákveður að eiga hund þá ætti það að vera sjálfsögð regla að hafa með sér poka henda skítnum í næsta rusl - hversu svo langt sem er í það. Það er asnalegt að henda ruslu ekki tína það upp, það er asnalegt að skilja eftir hundaskít ekki að labba með hann í næsta rusl.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation