Bætt umferðarmenning við Mosaveg
Við Mosaveg er alltaf að aukast umferð og svo er hægri réttur inn á hann frá öðrum götum. Það þarf að auka hraðahindranir á veginum og taka af hægri réttinn og setja biðskyldu í staðinn. Það eru þarna í grendinni 2 skólar, börn að fara yfir í grunnskólann og svo er Borgarholtsskóli en um götuna keyrir mikið af ungu fólki á þvílíkum hraða á leið í skólann með látum og bremsu-og flautuhljóðum og virða enganvegin hægri réttinn. Endilega takið þetta til athugunar. Takk fyrir
Fagteymi sérfræðinga á umhverfis- og skipulagssviði hefur metið þessa hugmynd. Hugmyndin er ekki tæk í kosninguna í verkefninu Hverfið mitt 2018. Hugmyndinni verður komið áfram sem ábendingu til samgöngudeildar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar. Hér má sjá lista yfir þær hugmyndir sem verða til kosninga í verkefninu Hverfið mitt þann 17.- 30. október nk. www.hverfidmitt.is Í kosningunni getur þú stjörnumerkt þína uppáhalds hugmynd og gefið henni þannig tvöfalt vægi!
Við þurfum ekki fleiri hraðahindranir. Þær valda óþarfa sliti og skemmdum á hjólabúnaði bifreiða.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation