Komum í veg fyrir slys á fólki með göngubrú yfir Kalkofnsveg að Hörpu.
fólk þarf ekki að bíða. Umferð flæðir með minni mengun
Mikil akandi og gangandi umferð mætast hjá Hörpu og myndar hættu. Af hverju eru gönguljós og gangbraut svo örstutt frá hvor öðru? Hefði ekki verið nær að sameina þetta í upphaflegu skipulagi? Úr því sem komið er þá væri a) fallegt að setja upp stóra göngubrú b) öruggt að setja undirgöng fyrir gangandi vegfarendur c) best fyrir alla að setja Kalkofnsveg og Geirsgötu í stokk.
Göngubrýr og undirgöng taka óþarflega mikið pláss og hamla umferð (gangandi og hjólandi; sem oft gleymist að eru hluti umferðarinnar).
Kann vel við ferðamenn og allt það en þeir hafa enga þolinmæði fyrir íslensku veðri og þegar það er hvasst þá hlaupa þeir bara yfir...líta ekki til beggja hliða eða neitt. Skil þá en þetta er stórhættulegt
Það væri synd að lengja leið gangandi með göngubrúm á þessum stað. Þarna er komið inn í miðbæ Reykjavíkur og sjálfsagt að umferð sé hæg og gangandi njóti réttar. Þá taka umferðarljós við sitt hvorum megin, annars vegar v. Hafnartorg og hins vegar v. Faxagötu svo þetta hefði takmörkuð áhrif á flæði umferðar. Nær væri, ef mönnum er umhugað að koma í veg fyrir slys á fólki að samræma útlit þessara gangbrauta við aðrar gangbrautir í RVK en hvergi bera ökumenn minni virðingu fyrir gangbrautum en hér.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation