Það eru margir að verða seinþreyttir á hjólreiðafólki. Margir gætu hugsað sér bann við hjólreiðum - en sjálf vil ég ekki ganga svo langt. Það er sjálfsagt mál að fólk sem aðhyllist ferðamáta frá fyrri öldum stundi þá afþreyingu einhversstaðar, svona eins og hestafólk og skíðafólk. Hinsvegar er ekki hægt að hafa það á gangstígum eða í umferðinni lengur - það er deginum ljósara. Vegna slysahættu.
Þetta er einungis brot af þeirri blómstrandi umræðu sem á sér stað á kaffistofunni. Flestir eru á einu máli. Það er lítill en valdamikill forréttindahópur sem vil miðevrópuvæða Reykjavík - án þess að taka mið af níu mánaða íslenskum vetri. Það er vægast sagt hugvilla að sólunda almannafé í þann málaflokk á meðan álögur eru hækkaðar á barnafólk. Setjið heldur peninginn í strætókerfið - það er ónýtt sem stendur. Og nei - Ekki selja Strætó BS. Það væri klúður.
Þú ættir frekar að ræða þetta við fulltrúa þína á Alþingi, enda sér Reykjavíkurborg ekki að setja lög ;)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation