Leið 18 fari um Flugvallarveg.
Á Flugvallarveginum fyrir neðan Keiluhöllina og við Vodafone-Höllina er ónotuð biðstöð. Þar sem leið 18 fer um Bústaðaveg milli Grensásvegar og Snorrabrautar, stoppar hann á nokkrum stöðum við Bústaðaveginn, meðal annars við Perluna. Leið 18 fer um gatnamót Flugvallarvegar og Bústaðavegar, en stoppar ekkert á milli Perlunnar og Snorrabrautar. Þar sem stoppistöðin við Flugvallarveg er ónotuð, ætti ekki að vera flókið fyrir leið 18 að fara um Flugvallarveg í báðar áttir.
Ég vil líka benda á að fólk sem fer með strætó í Keiluhöllina, fer t.d. út úr leið 19 við Hótel Loftleiðir, en það er miklu styttra að labba frá stoppistöðinni við Vodafone-Höllina. Þess vegna finnst mér að strætó ætti að fara þar um Flugvallarveg, því þar er stoppistöðin ónotuð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation