Borgarstarfsfólk hvatt til að nýta strætókerfið á vinnutíma
Reykjavíkurborg er stórt fyrirtæki og starfsfólk þess ferðast mikið milli funda og vinnustaða á hverjum degi. Borgin greiðir fyrir hvern kílómetra sem starfsfólk ekur einkabílum sínum á vinnutíma auk þess að greiða bílastæðakostnað. Þeir sem kjósa bíllausan lífstíl eða kjósa að nota bílinn ekki í vinnunni greiða hins vegar fullt gjald fyrir strætóferðir milli starfsstaða á vinnutíma. Yfirvöld gætu minnkað umferð einkabíla til muna með því að hvetja sitt starfsfólk til að nýta strætó í vinnunni.
Er það virkilega satt að einkabílalausir starfsmenn fái ekki ferðalög með strætó endurgreidd?
Það eru skilaboðin sem minn vinnustaður og aðrir sambærilegir vinnustaðir innan borgarinnar fáum frá okkar yfirmönnum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation