Langt var síðan bílaumferð um Skólavörðustíg varð of þung og tími til kominn að gera hana að einstefnu. Neðsti hlutinn (frá Bergstaðarstræti og niður) er vissulega einstefna í dag, en efri hlutinn ekki enn. Sérstaklega er slæmur kaflinn frá horninu á Klapparstíg/Týsgötu og upp að Hallgrímskirkju, en þar er bæði umferð í báðar áttir, og bílastæði beggja megin götunnar. Skemmdir á bílum í stæðum eru því orðnar mjög algengar sökum þrengsla.
Umferð um Skólavörðustíg hefur aukist mjög seinustu árin og sérstaklega nú, þegar mikið er um gistihús á svæðinu, þá hefur umferð stærri fólksflutningabíla stóraukist. Gatan er allt of þröng til að viðhalda slíkri umferð og þegar bílar mætast á henni er í raun eins og um einstefnu sé að ræða, þar sem bílar þurfa oftar en ekki að stöðva og hleypa hinum fyrst. Auk þess eru skemmdir á hliðarspeglum bíla í stæðum á götunni orðið nær daglegt vandamál vegna þrengsla.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation