Betri aðbúnað fyrir útigangsfólk á nóttu sem á degi
Mannsæmandi aðbúnað fyrir útigangsfólk í formi skýla með fagfólki þar sem boðið er upp einn heitan málsverð á dag að lágmarki og opið er á daginn líka.
Útigangsfólk er líka fólk. Við megum aldrei gleyma því.
25. grein 1.Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert. (úr mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna)
Þar sem að margir horfa í krónur og aura þá má benda á að með bættri aðstöðu útigangsfólks eru minni líkur á hverskyns heilsufarsvanda sem þýðir síðan minni kostnað á samfélagið í gegn um heilbrigðiskerfið. Það er því í raun sparnaður að setja pening í þennan málaflokk og tryggja þessum einstaklingum mannsæmandi aðbúnað.
Í áttinni að betra og huggulegra samfélagi er mælistikan sú hvernig við komum fram við okkar smæstu bræður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation