Loka Safamýri við hraðhindrun fyrir neðan Álftaborg í sumar
Algerlega nauðsynlegt. Nokkrum dögum áður en konan ók yfir tvöföldum hámarskhraða var keyrt á 8 ára gamalt þarna sem var á leið heim úr skóla.
Safamýri er með 30 km hámarkshraða en það gerist allt of oft að sú hraðatakmörkun er ekki virt. Það er mikið um gangandi börn á leið í skóla og til íþróttaiðkunar og stafa þeim mikil hætta af þeirri umferð sem er í götunni. Með því að loka götunni við hraðahindrunina sem liggur fyrir neðan innkeyrslu að Álftaborg og fyrir ofan innkeyrslu að Framheimili myndi umferðin dreifast betur og hægjast verulega á henni að mínu mati.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation