Matarmarkaður við Höfnina á sumrin
það var svona markaður við höfnina í hittifyrra minnir mig, hjá Sægreifanum.. held bara fiskur. Svo er Frú Laugar með svona verslun í Laugardalnum
já ég er samála þér um að einka aðilar ættu að koma að því en borgin gæti greit þeim vegin eða jafnvel staðið að skipulagningu svo sem að búa ti aðstöðu og svo mindu einka aðilar taka við eða að borgin myndi leiga þeim bása. það er hagnaður í því fyrir borgina að hafa slíkan markað því það myndi laða að ferða menn og gera borgina skemtilegri. Einnig er það að vissu leiti hlutverk borgarinnar að sinna menningararfi og matarmenning er hluti af því. um markaðin í kolaportinu þá fer hann bráðum að loka og eithvað mætti taka við en einnig sé ég ákveðna kosti fylgja því að hafa þettað út undir berum himni yfir sumartíman það mindi skapa stemningu við höfnina sem er að verða mikilvægara svæði í miðborginni og laða að ferðamenn, hversu margir túristar vita af markaðnum í kolaportinu? hversu margir spirja sig hversvegna ekki sé hægt með auðveldum hætti að fá ferskan fisk í miðbæ höfuðborgar íslands sem þekt er fyrir ferskar fisk afurðir um allan heim. Einnig væri þettað skemtilegur vetvangur fyrir bændur til að kynna sína heima framleiðslu sem hefur færst mjög í aukanna á undanförnum árum.
Mér þætti slíkur markaður sannarlega ánægjulegur en þó er ég ekki viss um að það sé í verkahring borgarinnar að láta það gerast. Fyrir rest snýst lifandi markaður um viðskipti og þá þarf fyrst og fremst aðkomu einkaaðila. Eins og stendur er annars skemmtilegur matarmarkaður í kolaportinu.
Það eina sem borgin á að gera er að segja: Þið getið notað þetta svæði, þarna eru innstungur, nú er þetta í ykkar höndum. Hvað með samtök Garðyrkjubænda, Bændasamtökin, Trilllukarlar , Blómabændur og fl. Þessir aðilar þurfa að tala saman, það þarf bara að byrja.
uppbyggjandi fyrir íslenska matarmenningu
markað til að kynna afurðir beint frá býli
auglysum íslenskar afurðir á götum úti
gaman væri að opna markaðstorg við höfnina yfir sumartíman sem einblínir á íslenska matarframleiðslu svo sem beint frá bíli og ferskan íslenskan fisk. Afhverju ekki að taka þettað út undir beran himin yfir sumartíman það myndi laða að ferðamen og skapa skeptilega stemningu við höfnina þar sem mikli uppbygging hefur verið á síðustu árum með opnun veitinga húsa o.f.l. Ég held að hugmyndin sé einnig tilturlega einföld í framkvæmd og ekki kostnaðarsöm
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation