Dregið úr notkun nagladekkja með því að ívilna þeim sem ekki setja þau undir.

Dregið úr notkun nagladekkja með því að ívilna þeim sem ekki setja þau undir.

Ég legg til að skoðaður verði sá kostur að aflétta stöðumælagjöldum af þeim sem ekki aka á nagladekkjum á naglatímanum. Auðvelt í framkvæmd, nagladekk leyna sér ekki. Án þess að hafa fyrir því heimildir trúi ég því að tjónið af völdum nagladekkja sé á við margfaldar tekjur af bílastæðum. Augljós kostur er minna slit á götum og þar með ódýrara viðhald og að sama skapi minni svifryksmyndun sem bætti heilsu íbúa í miðborginni. Líklegt er talið að nagladekk veiti falskt öryggi í umferðinni.

Points

Það verður ekki séð að með þessari aðgerð sé verið að mismuna fólki, hið eðlilega er að greiða í stöðumæla. Hins vegar má líta þannig á að þeir sem kjósa að hlífa götunum með því að aka ekki á nagladekkjum leggi sitt af mörkum í annarri mynd sem kæmi fram í minna viðhaldi á götukerfi borgarinnar og bættri heilsu. Það á sérstaklega við um þá sem glíma við öndunarfærasjúkdóma. 101 Reykjavík er girtur á alla vegu af miklum umferðargötum, Snorrabr., Hringbr., Lækjarg. og Sæbraut. Íbúarnir líða fyrir

Merkileg tilraun!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information