Hjólagrindur á strætó
Það kemur vissulega fyrir að hjólreiðafólk tekur strætó en það er bæði óþægilegt að fara með hjól inn í strætó og enn fremur er hjólið yfirleitt mikið fyrir. Rýmið inní strætó er betur nýtt undir barnavagna. Með einföldum breytingum má hinsvegar setja hjólagrindur utan á strætisvagna. Ég sé t.d. fyrir mér að það myndi nægja að setja slíkar grindur á stofnleiðir og sleppa hverfisleiðum (enda geta hjólreiðamenn vel ferðast innan hverfis fyrir eigin afli..).
Ég er faktískt ekki með svörin á reiðum höndum. Einhverstaðar í fyrri umræðu sendi ég hlekk um það hvernig þetta virkar.
Hvað finnst þér um þessa hugmynd?
Heldur þú að þetta yrði stórt vandamál? Hversu stórt er þetta vandamál annarstaðar?
Það er ekki hægt að bera íslendinga saman við annarsstaðar. Það virðist vera þjóðarsport hér að stela og skemma hluti. Víkingaeðlið er bara enn of sterkt í okkur.
Verandi fyrst og fremst hjólreiðamaður (ekki einu sinni með bílpróf hvað þá annað) þá er þetta alls ekki mín upplifun.
Af hverju ertu á móti þessu Ævar?
Það venst.
Hvað venst? Að láta stela af sér hjólinu?
Það eru heppileg rök fyrir neikvæða manninn. Það vill svo til að ég er herfilega ósammála þér. Orð á móti orði og skilja við þar?
Þetta er engin neikvæðni, sérstaklega þar sem ég er MJÖG fylgjandi þessari hugmynd og myndi verða manna ánægðastur ef hún yrði framkvæmd. En því miður er þetta vandamál bara staðreynd. Hvergi annarsstaðar í hinum siðmenntaða heimi þekkist það til dæmis að símaklefar fái ekki að standa óskemmdir, eða að strætóskýli séu brotin í tætlur reglulega. Slíkt gerist eingöngu í mótmælum þar.. hér gerist það bara af því að einhverjum krökkum leiðist og verða að skemma eitthvað. Það sama gildir síðan með þjófnaðinn. Það er ekki nokkur einasta leið að skilja hjól eftir hlekkjað fyrir utan vinnustað hér í Reykjavík, öðruvísi en einhver mæti með klippur og hirði hjólið á miðjum vinnudegi, eða þá að einhverjir fyndnir aðilar hirði af hjólinu allt sem ekki er hlekkjað fast. Ég veit ekki hvernig þú getur verið ósammála þessu, þar sem þetta er bara staðreynd en ekki einhver skoðun :)
Jæja, þetta er mín upplifun og svona þar sem ég hef hlerað það, almennt upplifun okkar sem vinnum í 108. Hjólum er stolið mjög reglulega ef einhver vogar sér að hafa þau úti, sem orsakar að við erum farin að þurfa að geyma öll hjólin inni. Síðasta sumar voru þjófarnir meira að segja svo bíræfnir að þeir fóru inn í stigagang hjá okkur og stálu tveimur hjólum þar.. inni í miðju fyrirtæki, með starfsmenn og kúnna á ferðinni reglulega. - En auðvitað geta ekki allir verið sammála öllum alltaf. Ef þú hefur trú á því að hjól muni fá að vera í friði framan á vagninum, þá er það allt gott og blessað, og ég vona innilega að það reynist bara rétt hjá þér :)
Hér má finna smá fræðslu um málefnið http://bike-pgh.org/blog/2011/09/21/completing-the-fleet-the-10-year-road-to-outfitting-100-percent-of-port-authority-buses-with-bike-racks/
Það tíðkast úti í hinum stóra heimi að hafa hjólagrindur framan á strætisvögnum, en ég verð nú að viðurkenna að ég myndi ekki treysta því að hjólið mitt væri öruggt þarna á. Ég myndi þurfa að kíkja út í hvert einasta skipti sem vagninn stoppaði, til að passa að hjólið mitt væri ennþá á grindinni þegar vagninn færi af stað.
http://www.triangletransit.org/bus/bikes-on-buses/
Það er ágætis regla að hugsa í lausnum. Ef þetta er vandamál þá er til lausn.
En hví ekki?
Ég er sammála því að það er ekki gert ráð fyrir reiðhjólum í strætó, þó þau séu vissulega leyfð þangað inn. En það hefur reyndar líka verið basl með barnavagna og hjólastóla þegar fleiri en tveir með eitt þessara: barnavagn, reiðhjól eða hjólastól; ætla að fara í sama vagninn. Það er ekki pláss. En varðandi þessar hjólagrindur spyr ég: Hvernig kemur hjólreiðamaðurinn sem er inni í vagninum í veg fyrir að einhver annar taki hjólið utanaf strætisvagninum á næsta stoppi? Á að læsa hjólunum við grindina utan á vagninn? Hvað ef einhver gleymir hjólinu læstu utan á strætó (reyndar væri það frekar spaugilegt)... ?
Unnur: Að þurfa að læsa hjólinu myndi taka alltof mikinn tíma. Bara það að bjóða upp á þessar grindur myndi setja núverandi tímaáætlunarkerfi í stórhættu, og lásinn myndi gera það öllu verra. Því er hjólum almennt ekki læst á þessar strætógrindur, og því ekkert sem kemur í veg fyrir þjófnað nema heiðarleiki mannskepnunar og árvekni raunverulegs eiganda :)
Hví þá ekki að styðja hugmyndina en setja hana neðarlega á forgangslistann þinn?
Skoðaðu þetta mikilvæga málefni
Mér finnst bara vesen að læsa hjólinu við hjólagrind í strætó.
Og skoðaðu myndbandið, þetta er ekkert mál.
Já, nei takk. Ég er á móti því að settar verða hjólagrindur á strætó, enda tekur það tíma að læsa hjólunum, plús það að það tefur strætisvagnanna að festa hjól við hjólagrindur á vögnum upp á það að vagnar geti haldið áætlun.
Meira vesen en að mega ekki taka hjólið um borð?
Já, að hafa hjólagrindur í strætó verður bara vesen, því ef hjólagrindin er fullnýtt, verður erfitt fyrir farþega að komast framhjá, sé hjólagrindin staðsett fyrir miðju á vinstrii hlið að innanverðu. En við megum náttúrulega taka hjólið með um borð.
Þú hefur ekki kynnt þér þetta greinilega. Hjólagrindin er framaná.
Sæll Þórgnýr. Hugmyndin er góð og ég er ekki á móti hugmyndinni sem slíkri þó ég hafi kosið á móti henni. Mér finnst hins vegar annað mega ganga fyrir þegar kemur að bættum samgöngum hjólreiðafólks. Þá á ég helst við fjölgun hjólreiðastíga og aðgerðir til að bæta öryggi hjólreiðafólks í umferðinni, t.d. við gatnamót og þess háttar staði sem geta verið hættulegir.
Sem hjólreiðamaður þá hef ég ósjaldan þurft að taka strætó með hjólið mitt, til dæmis sökum þess að veðrið er orðið viðbjóðslegt þegar haldið er heim á leið úr vinnu. Mitt hjól er götuhjól, á stórum dekkjum, og það blokkerar nánast allan ganginn í vagninum. Ef það eru tvö hjól inni, þá blokkerast gangurinn algjörlega, og ég þarf að fara út á hverri stoppustöð til að hleypa framhjá. Reiðhjól eiga ekki heima inni í vagninum, en það er nóg pláss framan á honum.
mæli með þessu
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation