Setja upp fleiri stikils- og rifsberjarunna t.d. á gönguleiðina við leikskólann í Jafnarseli og ónýtta grassvæðið bak við bílskúrana í Jöklaseli. Það eru nú þegar nokkrir runnar við Jöklasel sem þið eigið miklar þakkir skilið fyrir. Mikið nýtt af íbúum og börnum í hverfinu. Svo mætti t.d. setja rabbabara niður þar sem skólagarðarnir voru áður við leikskólann ;O)
Mikið af fólki hefur gaman að því að tína ber og sulta eða bara fá sér lúku af góðum berjum. Hollt og gott!
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation