Setja upp vatnsbrunna (2-3) á klambratúni til að auka aðgengi að drykkjarvatni.
Klambratúnið er mikið notað til margs konar útiveru og hreyfingar. Þar er körfuboltavöllur, blakvöllur, fótboltavöllur, barnaleiksvæði, frispígolf og stígar til að ganga, skokka og hjóla. Auk þess grasflatir til ýmissa leikja og slökunar í góðu veðri. Aðgengi að vatni er mikilvægt á slíku svæði og þyrftu að vera vatnshanar á 2-3 stöðum í garðinum. Við stærum okkur af hreinu og góðu vatni en aðgengi að því er takmarkað fyrir íbúa og gesti á ferð og flugi.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation