Uppákomur, markaðir og tónlist á Ingólfstorgi um helgar

Uppákomur, markaðir og tónlist á Ingólfstorgi um helgar

Uppákomur, markaðir og tónlist á Ingólfstorgi um helgar

Points

Nýtum Ingólfstorgið betur!

Ég sá auglýsingu í Fbl. nýverið þar sem kom fram að jólamarkaðurinn sem verið hefur á Hjartatorgi síðustu tvö ár verður nú á Ingólfstorgi. Það er allavega góð byrjun! Spurning hvað verði um Hjartatorgið nú?

Góður punktur. Spurning hvort það sé opið fyrir almenning að leigja út plássið? Það mætti a.m.k. setja það á leigu fyrir áhugasama og hvetja til notkunar þess, t.d. með því að koma á framfæri hugmyndum sem þessum.

Það er góð byrjun. Svo kæmi ekki á óvart ef það kæmi e-ð annað í staðinn á Hjartatorgið, svo mikil hefur virkni þess verið síðan það varð til.

Gerum þetta sjálf. - Mér sýnist BetriReykjavík snúa að því að fá starfsmenn borgarinnar til að gera hluti. Það er spurning hvort einhverskonar kefi sé til fyrir almenna borgara að skipuleggja sig í kringum einhverjar hugmyndir.

Ekki á kostnað borgarbúa, þeir sem njóta borga

Að mínu viti er Ingólfstorg ekki mikið nýtt í dag fyrir utan hjólabrettanotkun og samverustað Sniglanna. Það á að geta haldist óbreytt. Möguleikarnir á þessu svæði eru samt margfalt meiri. Hægt að auðga viðskipti, mannlíf og íþróttalíf t.d. með viðburðum um helgar. Sem dæmi um mánaðarlega viðburði: bændamarkaður með ferskum vörum, tónleikahald fyrir ungar sem aldnar hljómsveitir, fótboltamót (líkt og var hérna um árið) / körfuboltamót, fiskmarkað...endilega komið með fleiri hugmyndir.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information