Nýta betur strætóstöð við Flugvallarveg
Við Flugvallarveg, rétt hjá Vodafone höllinni, eða valsheimilinu, og fyrir neðan keiluhöllina, er strætóstöð sem er búin að vera ónotuð eftir að nýja tengibrautin var opnuð á milli Nýju-Hringbrautar og gatnamótum Flugvallarvegs og Hlíðarfóts. Það væri ekkert vitlaust ef að strætó gæti notað hana aftur. Hugmyndin væri sú að annaðhvort myndi strætó fara aftur um Flugvallarveg, eða að hún yrði færð á annan stað, þar sem þörf er á stoppistöð. Ég skora því á strætó að skoða þessa tillögu mjög vel.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation