Fjarlægja búr á gangbrautum stærri gatna.

Fjarlægja búr á gangbrautum stærri gatna.

Víða er búið að setja upp eins konar búr á eyjum stærri gatna í borginni þar sem gangandi fara yfir, þetta er t.d. víða á Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Gangandi komast fyrst yfir annan helming götunnar og þurfa svo að bíða aftur eftir grænu ljósi til að komast yfir hinn helminginn, á meðan bíða þeir á milli umferðar í sitt hvora áttina. Lagt er til að þessu verklagi verði hætt og gangandi hleypt beint yfir götur.

Points

Í vondum veðrum eru gangand strandaglópar á milli tveggja akreina á gatnamótum sem þessum á meðan akandi umferð eys yfir þá bleytu, mengun og drullu af götunum. Hávaðinn á eyjunum getur líka verið nánast yfirþyrmandi. Á veturna er erfitt að ryðja snjó úr þessum búrum og því getur verið mjög erfitt að komast í gegn um þau. Á gatnamótum sem þessum þarf oft að bíða í 2 umferðir á ljósunum til að komast yfir götuna. Þannig eru gangandi látnir bíða óvarðir í langan tíma við mjög slæmar aðstæður.

Við gatnamótin Holtavegur - Sæbraut hefur tvisvar verið ekið á þessi búr, alveg í klessu, en til mikillar lukku voru ekki gangandi vegfarendur í búrunum. Nú í dag er búrið við Kringlumýrabraut og Hamrahlíð í klessu. Þetta er mjög fjölfarin göngubraut, menntaskólanemar á leið í MH og Versló fara þar yfir á hverjum degi. Þessi búr eru tifandi tímasprengja og eru einungis gerð til að greiða fyrir umferð á meðan lífi og limum gangandi vegfarenda er stefnt í hættu.

Það er engum öðrum hópi vegfaranda boðið upp á að þurfa að taka meira en heilan ljósahring til þess að geta tekið vinstri beygju. Þessi aðferðafræði er því enn ein leiðin til þess að setja sjálfrennireiðina í forgang á kostnað vistvænni fararmáta eins og göngu og hjólreiðar.

það að búrin voru keyrð í klessu sýnir að þau hafa góðan tilgang að verja fólk , taka á sig höggið. hvernig getur það verið betra að vera óvarinn. en þegar maður er fastur milli ljósa í miðjubúir þá er það loftmengunin sem mér finnst verst, gös og sót úr bílum , mætti vera loft trúða eða gríma í andlitshæð með fersku lofti. þá rör undir og frá götu til að sækja það eða yfir á skiltabrú. og vifta, en þetta yrði dýrt. gangandi geta tekið með sér loft kannski í poka ..

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information